Sérhönnun

Dreymir þig um ákveðið útlit af hönnun fyrir stóra daginn? Ég hjálpa hjónum að hanna þeirra drauma bréfsefni sem passar við þeirra þema og útlit. Hjálpa ykkur að láta bréfsefnið passa við hönnunina í brúðkaupinu sjálfu og ef þú ert t.d. með brúðkaups ráðgjafa eða Brúðkaups planara get ég átt spjall við hann/hana um stílinn.
Sérhönnun er tímafrek og því getur hún orðið kostnaðarsöm og gef ég ykkur tilboð í verkefnið eftir þegar ég er buin að fá að heyra hvað þið eruð að spá í og hvaða bréfsefni ykkur vantar.
Vinsælt bréfsefni er t.d.: Save the date kort, Boðskort, auka upplýsinga kort með boðskorti, Matseðill, Nafnakort, Borðnúmer, Borðskipan, Velkomin skilti, Instagram kort


Brúðkaups Logo

Einstakt að hafa logo fyrir brúðkaupið. Býð bæði upp á tilbúin logo og sérhönnuð.

Sérhönnun
Einstakt fyrir hvern og einn. Yfirleitt leik ég mér með stafina að tvinna þá eithvernvegin saman og stundum læt ég smá grafík með einsog laufblöð og þess háttar. Fer eftir þemanu og óskum hjóna.

Pre-made logo
Tilbúin logo sem ég kalla “pre made” logo sem er aðsniðið eftir hverju og einu pari. t.d. með því að nota upphafstafina og jafnvel dagsetningu. Hægt er að skoða úrvalið af aðsniðnum logoum í netversluninni minni Bergmann studio.

Aðsniðin hönnun
Ef þér langar að vera með puttana í hönnuninni og hanna sjálf er hægt að kaupa skapalón hjá mér í netversluninni minni Bergmann Studio.

Hvernig virkar það?
- Kaupir það útlit sem ykkur langar að nota
- Strax eftir kaupin færðu tölvupóst með upplýsingum um hvernig þú getur skráð þig inn.
- Þú getur aðlagað skapalónið að ykkur með því að breyta textanum, litum og sett inn ykkar logo ef þið eruð með.
- Hægt er að kaupa þjónustu við að setja upp þessa aðsniðnu hönnun. Hún er ódýrari kostur en sérhönnun.

Stafrænt boðskort

Eru þið svolítið sein að senda út boðskort eða finnst ykkur bara betra að hafa það stafrænt? Þá er stafræna boðskortið kannski bara góð hugmynd og hentar ykkur.
Einföld uppsetning á boðskorti sem er í raunninni bara heimasíða en lágmarks upplýsingar.
Nánar um vöruna:
- Ég set upp síðuna fyrir ykkur og getið þið því miður ekki fengið aðgang að henni.
- Mjög basic síðan og er undir léninu saveourdate.co/ykkartexti
- Hægt að læsa með lykilorði.
Sjáðu demo síðu hér

Brúðkaups heimasíða

Brúðkaups hemasíða er alveg frábær hugmynd ef þú ert með mikið af upplýsingum sem þú vilt koma til skila. Getur verið allt frá því hvernig þið kynntust yfir í að vera gisting á staðnum, skráning í brúðkaupið (RSVP) eða brúðkaups gjafalistinn.
Síðan er sett upp með Squarespace platforminu og fáið þið aðgang að síðunni. Ég sé um að setja upp síðuna fyrir ykkur frá A til Ö. Síðan er undir ykkar eigin léni en ekki saveourdate.co, það á aðeins við um stafrænt boðskort.​​​​​​​

Ef eitthvað er óljóst er hægt að senda tölvupóst eða senda mér línu á Instagram eða Facebook.